STuttar og hnitmiðaðar Vinnustofur fyrir áhugafólk um Ljósmyndun

Tungmöl: íslensku ensku

Komdu með hvaða myndavél sem er, forvitni og lyst á meiri þekkingu! Við sjáum um mat og drykk á meðan vinnustofan stendur. Bókið aðra hvora eða báðar stofurnar að neðan. Það gæti verið gagnlegt að bóka fleiri en eina stofu. Til dæmis koma í morgunstofu til að koma sér af stað og halda svo áfram á kvöldstofu seinna sömu viku til að styrkja sig betur. 

Nánar: Kunnátta og myndavélatæki skipta ekki máli(já, jafnvel símamyndavélar eru velkomnar). Ef þú átt ekki myndavél en vilt samt læra að taka myndir máttu taka þátt  með forvitnina eina að vopni. Andrúmsloftið er afslappað og þú hefur nóg af tækifærum til að spyrja spurninga.

 OLYMPUS DIGITAL CAMERA

The Breakfast photoGRAPHY club

Morgunn 8:00 - 10:00  (hámark 8 manns)

Þessi stofa mun lífga upp á líkama þinn og huga, setja ljósmyndun þína á hærra plan, og búa þig undir að taka betri myndir. Morgunmatur innifalinn.

The Cocktail photoGRAPHY club

Kvöld 20:00 - 22:00 (hámark 8 manns)

Þessi stofa mun lífga upp á hug þinn, losa um hömlur, setja ljósmyndun þína upp á hærra plan og búa þig undir að taka betri myndir. Drykkur innifalinn.

bokun-logo.jpg

Morgunmatur/Fyrsti drykkur innifalinn

sendið mér skeyti sími: +3548548377 eða +447855000373

 
Loading...

STOFAN: Stofan mun taka tvær klukkustundir sem gefur þér nóg af tíma til að fá leiðbeiningar sem henta þér persónulega auk þess sem þú færð að njóta endurgjafar frá öðru áhugafólki um ljósmyndun. Afslappaðar og nánar umræður í indælu andrúmslofti veitingastaðar.

HVER MYNDI NJÓTA: Hvort sem þú ert áhugamanneskja, fagmaður eða einhver sem nýtur þess að taka myndir á símanum þínum geta þessar stofur gagnast þér og þú hefur möguleika á að leggja þitt að mörkum til að gera þær ánægjulegar. Markmiðið með þeim er að veita þér innblástur, útskýra hluti sem vefjast gjarnan fyrir fólki og koma þér á stað þar sem þú getur aflað þér þekkingar sjálf(ur).

VIÐFANGSEFNI: Viðfangsefni hverrar stofu mun fara eftir spurningum frá þér og öðrum gestum, en mun meðal annars fara yfir: ábendingar um hvernig má bæta myndatökur, kanna hjálpleg öpp og framfarir í ljósmyndun, og að skoða ljósmyndun sem veitir innblástur. Þú gætir haft spurningar um myndavélina sem þú notar eða þá sem þig langar að fá þér. Þú gætir þekkt myndavélina þína eins vel og hægt er en myndir vilja leiðsögn um hvernig þú ættir að setja saman myndir eða þróa hugmyndir þínar áfram. 

Viltu vita meira um tól og græjur:

 • Hvaða öpp get ég notað til að breyta myndum á símanum mínum? En á tölvunni minni?
 • Hvað er litleiðrétting og afhverju skiptir hun máli?
 • Hvernig sendi ég prentuð póstkort úr símanum mínum?

Eða hefuru spurningar um hvar þú ættir að taka myndir:

 • Hvert á að fara?
 • Hvernig þarf að fara með tæki utandyra?
 • Hvernig hefur ljós áhrif á myndir á mismunandi tímum árs?

Þú gætir viljað vita hluti um myndavélina þína eins og:

 • Hvað stenur P A og S fyrir og afhverju myndi ég nota það?
 • Hvernig stilli ég ISO stillingarnar?
 • Hvenær á ekki að nota White Balance eða auto exposure.

Tækni:

 • Hvernig tek ég betri portrettmyndir?
 • Hvaða stillingar þarf ég til þess að taka góðar myndir í lítillri eða engri birtu?
 • Hvernig tek ég skarpari myndir?

HVAÐ FÆRÐU: Í lok stofunnar ættiru að geta nálgast hversskonar viðfangsefni af meira sjálfstrausti og með meiri þekkingu á hvernig myndavélin þín virkar. Morgunmatur er innfalinn í morgunstofunum. Veldu hvaða aðalrétt eða bakkelsi og allt að tvo drykki af matseðli. Einn drykkur er innifalinn á kvöldstofunum. Veldu hvaða drykk sem er af aðalseðli.


Um ljósmyndarann: Gabrielle er margverðlaunaður ljósmyndari, höfundur, litleiðréttandi og reyndur kennari. Hún er Olympus Mentor og hefur verið að taka ljósmyndir á mismunandi myndavélar síðastliðin tuttugu ár. Hún hefur búið á Íslandi sl. fjögur ár, en hún flutti frá London eftir að hafa gefið út bókina “An Equal Difference”, en innblástur að þeirri bók kom frá íslensku þjóðfélagi. Hún hefur kennt í International Centre of Photography í New York, The MET Film School í London, í Kvikmyndaskólanum og Ljósmyndaskólanum í Reykjavík, auk þess sem hún hefur verið með vinnustofur og einkatíma.

Um staðsetningu morgunstofunnar: Morgunstofurnar eru yfirleitt haldnar á Sandholt Bakarí að Laugavegi 36 í hjarta miðbæjarins. Fullkomið ef þú vilt fara í göngutúr eftir stofuna og byrja að taka myndir. Bakkelsið, brauðið, kökurnar og súkkulaðið í Sandholt eru engu lík.

 

Um staðsetningu kvöldstofunnar: Kokteilstofurnar eru yfirleitt haldnar á Oddsson Ho(s)tel að Hringbraut 121 í Vesturbæ Reykjavíkur. Staðurinn sjálfur býður upp á góð myndatækifæri og er nálægt sjávarsíðunni og Gróttuvitanum. Þú gætir viljað bóka mat fyrir eða eftir stofuna á Bazaar, sem er ítalskur veitingastaður á Oddsson.